sl-um


Sigga Lund er fædd og upp alin í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. Þá hóf hún nám á fjölmiðlabraut í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Hún fann það snemma að fjölmiðlar væri vettvangur sem hún gæti hugsað sér að starfa á enda var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti.

Fjölmiðlaferill Siggu hófst svo fyrir alvöru þegar hún hóf störf á Létt967 árið 2003. Þar starfaði hún í þrjú ár. Þá tóku við fimm farsæl ár í morgunþættinum Zúúber á FM957, en Sigga ásamt félögunum Svala og Gassa hittu hlustendur í mark því Zúúber varð fljótlega einn vinsælasti morgunþáttur landsins.

Eftir árin á FM færði Sigga sig yfir til Bylgjunnar og vann þar til ársins 2012. Hún var meðal annars verkefnastjóri Léttbylgjunar og sinnti dagsrkárgerð á báðum stöðvum. Auk þess stjórnaði hún skemmtilegum þætti á sunnudagskvöldum á Bylgjunni. Árið 2013 kom Sigga við á útvarpstöðinni K100 þar sem hún stjórnaði geysivinsælum síðdegisþætti til byrjun árs 2014.

Þann fyrsta apríl 2012 opnaði Sigga lifsstílsvefinn siggalund.is og starfrækti hann sem slíkan í tæp tvö ár við góðan orðstír. Þar tókst hún á við, greinaskrif, þáttgerð og margt fleira.

Árið 2014 flutti hún búferlum alla leið upp á Jökuldal og starfaði þar sem fjárbóndi í rúm tvö ár ásamt fyrrverandi sambýlismanni sínum. Meðfram bóndastörfunum starfaði hún sem blaðamaður á Austurfrétt og Austurglugganum ásamt því að vera einn af þremur þáttarstjórnendum í sjónvarpsþættinum Að Austan á N4.

Sigga hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti auk þess sem hún lauk Sveinsprófi árið 2002 í grafískri miðlun frá Iðnskólanum í Reykjavík (nú Tækniskólinn). Auk þess hefur hún sótt óteljandi námskeið í hvoru faginu fyrir sig, haldið ráðstefnur, námskeið og margt fleira. Í mörg ár hefur Sigga einnig starfað sem veislustjóri og komið fram við hin ýmsu tilefni.